"Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn“ Hrund Þórsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 18:45 Í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra fóru þau Bjarni Sigurðsson og Kristjana Margrét Harðardóttir tíu kílómetra saman en nú er stefnan sett á hálfmaraþon. Bjarni hefur aldrei hlaupið svo langt áður. „Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn,“ segir Bjarni. Til að gera afrekin möguleg fengu þau lánaðan hjólastól hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. „Þetta er sérhannaður léttari stóll en þessir týpísku hjólastólar svo þetta verður skemmtilegt,“ segir Kristjana. Þau hjón hlaupa til styrktar FSMA, sem er stuðningsfélag SMA sjúklinga og fjölskyldna þeirra hér á landi. SMA er meðfæddur taugasjúkdómur sem veldur vöðvarýrnun. Hann er til á fjórum stigum og er stig eitt alvarlegast. Kristjana er með SMA III. „Ég er ekkert rosalega sterk, ég get ekki lyft þungu og ég labba ekki en ég get staðið. Ég labbaði sem krakki og unglingur, þetta gerist allt mjög hægt,“ segir hún. Kristjana bindur vonir við lyf sem er væntanlegt. „Þeir eru byrjaðir í klínískum rannsóknum með lyf og byrjaðir að sprauta í SMA krakka. Þetta lofar góðu og maður er svolítið spenntur,“ segir hún. Bjarni og Kristjana giftu sig árið 2005 en þau kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu. „Svo tók það mig alveg ár að fá að hitta hana, vinkonur hennar pössuðu svo vel upp á hana. Þær hleypa ekkert hvaða vitleysingum sem er að henni,“ segir Bjarni og hlær. Hann stundaði áður enga hreyfingu en nú hlakkar hann til að takast á við hlaupið. Hann undirbýr sig með því að æfa crossfit og hlaupa. „Ég byrjaði að hlaupa milli ljósastaura fyrir fimm árum. Reis upp úr sófanum með ístruna eftir að ég hafði horft á myndband á youtube. Ég sagði að ég gæti ekki verið minni maður, þegar ég sá fimmtugan mann hlaupa með son sinn í hjólastól og taka járnkarlinn,“ segir Bjarni. En skyldi ekki vera erfitt að hlaupa með stólinn? „Þetta er lúmskt, hann bæði letur mig og hvetur mig. En jú, sérstaklega eftir svona sjö kílómetra, þá fer þetta að verða virkilega erfitt,“ viðurkennir Bjarni. Hægt er að heita á þessi mögnuðu hjón á hlaupastyrkur.is undir síðu fsma.is. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra fóru þau Bjarni Sigurðsson og Kristjana Margrét Harðardóttir tíu kílómetra saman en nú er stefnan sett á hálfmaraþon. Bjarni hefur aldrei hlaupið svo langt áður. „Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn,“ segir Bjarni. Til að gera afrekin möguleg fengu þau lánaðan hjólastól hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. „Þetta er sérhannaður léttari stóll en þessir týpísku hjólastólar svo þetta verður skemmtilegt,“ segir Kristjana. Þau hjón hlaupa til styrktar FSMA, sem er stuðningsfélag SMA sjúklinga og fjölskyldna þeirra hér á landi. SMA er meðfæddur taugasjúkdómur sem veldur vöðvarýrnun. Hann er til á fjórum stigum og er stig eitt alvarlegast. Kristjana er með SMA III. „Ég er ekkert rosalega sterk, ég get ekki lyft þungu og ég labba ekki en ég get staðið. Ég labbaði sem krakki og unglingur, þetta gerist allt mjög hægt,“ segir hún. Kristjana bindur vonir við lyf sem er væntanlegt. „Þeir eru byrjaðir í klínískum rannsóknum með lyf og byrjaðir að sprauta í SMA krakka. Þetta lofar góðu og maður er svolítið spenntur,“ segir hún. Bjarni og Kristjana giftu sig árið 2005 en þau kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu. „Svo tók það mig alveg ár að fá að hitta hana, vinkonur hennar pössuðu svo vel upp á hana. Þær hleypa ekkert hvaða vitleysingum sem er að henni,“ segir Bjarni og hlær. Hann stundaði áður enga hreyfingu en nú hlakkar hann til að takast á við hlaupið. Hann undirbýr sig með því að æfa crossfit og hlaupa. „Ég byrjaði að hlaupa milli ljósastaura fyrir fimm árum. Reis upp úr sófanum með ístruna eftir að ég hafði horft á myndband á youtube. Ég sagði að ég gæti ekki verið minni maður, þegar ég sá fimmtugan mann hlaupa með son sinn í hjólastól og taka járnkarlinn,“ segir Bjarni. En skyldi ekki vera erfitt að hlaupa með stólinn? „Þetta er lúmskt, hann bæði letur mig og hvetur mig. En jú, sérstaklega eftir svona sjö kílómetra, þá fer þetta að verða virkilega erfitt,“ viðurkennir Bjarni. Hægt er að heita á þessi mögnuðu hjón á hlaupastyrkur.is undir síðu fsma.is.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira