Innlent

Kertum fleytt fyrir Hiroshima og Nagasaki

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá kertafleytingu á Akureyri.
Frá kertafleytingu á Akureyri. mynd úr safni
Í dag eru 68 ár frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki í Japan þann 9. ágúst 1945. Þremur dögum áður hafði kjarnorkusprengju verið varpað á Hiroshima og fyrstu tveimur mánuðina frá árásunum höfðu fleiri en 200 þúsund manns látið lífið vegna sprenginganna.

Af þessu tilefni munu íslenskir friðarsinnar fleyta kertum bæði í Reykjavík og á Akureyri í kvöld, á suðvesturbakka Reykjavíkurtjarnar klukkan 22:30 en við Minjasafnstjörnina á Akureyri klukkan 22. Þar mun kennarinn og friðarsinninn Taeko Osioka flytja ávarp.

Þetta er í 29. sinn sem kertafleytingar til minningar um árásirnar eru haldnar, en athafnir af þessu tagi fara fram árlega víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×