Innlent

Jarðskjálfti suður af Hveragerði

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Um klukkan 20.11 í kvöld varð jarðskjálfti um níu kílómetra suður af Hveragerði. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi verið tæp þrjú stig og á sex kílómetra dýpi.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði, Selfossi og í Flóa, en ekki er óalgengt að skjálftar mælist á þessum slóðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni nú í kvöld hafa engir eftirskjálftar mælst og eru litlar líkur á fleiri skjálftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×