Íslenski boltinn

Gerir grín að liðsfélaga sínum

Gary Martin á æfingu með KR-ingum.
Gary Martin á æfingu með KR-ingum. Mynd/Valli
Gary Martin, framherji KR, bíður reglulega upp á skemmtilegar færslur á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram.

Nýjasta útspil Englendingsins er myndband til heiðurs Skagamanninum Birni Jónssyni sem á dögunum yfirgaf KR-inga.

Myndbandið hefst á varúðarorðum Englendingsins:

„Það sem ég er í þann mund að sýna ykkur er hræðilegt."

Við tekur brot úr tónlistarmyndbandi Haffa Haff, sem frumsýnt var hér á Vísi í gær, þar sem Björn er á meðal þátttakenda. Þar má einnig sjá Davíð Einarsson, fyrrum KR-ing, sem kominn er á heimaslóðir hjá Fylki í Árbænum.

Annars er það helst að frétta af Gary Martin að hann er kominn með bílpróf.




Tengdar fréttir

Rosalegur nammidagur hjá Gary Martin

Gary Martin, hinn enski framherji meistaraflokks KR í knattspyrnu, verður seint þekktur fyrir mikla feimni. Aðdáendur kappans geta fylgt honum á Twitter þar sem hann fer á kostum.

Klúðrið sem kom Gary í gang | Myndband

Gary Martin var maður leiksins í 3-0 sigri KR á Þórs í gær, enda skoraði hann og lagði upp mark. En hann fór líka illa að ráði sínu fyrir framan mark andstæðingsins.

Ekkert kynlífsbann í KR

Atli Sigurjónsson gerði félaga sínum hjá KR, Gary Martin, léttan grikk í dag þegar Englendingurinn tók fyrsta skrefið í setja öryggið á oddinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×