Innlent

Kornabarn hætt komið á Hvammstanga

Gissur Sigurðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti stúlkuna og var hún lögð inn á barnaspítala Hringsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti stúlkuna og var hún lögð inn á barnaspítala Hringsins.
Eins árs stúlka var hætt komin þegar hún féll aftur fyrir sig í heimahúsi á Hvammstanga um miðnæturbil og hlaut þungt höfuðhögg.

Stúlkan missti meðvitund og hætti að anda, en læknir og sjúkraflutningamenn komu fljótt á vettvang og báru lífgunartilraunir árangur. Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti stúlkuna og var hún lögð inn á barnaspítala Hringsins. Þá var hún aðeins farin að hressast en mun væntanlega undirgangast rannsóknir og sneiðmyndatöku í dag.

Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×