Breytingar á götunni eins og "gamlar lyftingabuxur af Jóni Páli" Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. júlí 2013 18:48 Óánægju gætir meðal íbúa við og nálægt Hofsvallagötu í Reykjavík með þrengingar á götunni til að rýma fyrir hjólreiðastíg og götuskrauti. Ákvörðun um útfærslu var tekin af embættismönnum en markmiðið er að hægja á umferð. Nýlega var ráðist í breytingar á Hofsvallagötunni sem sjást í myndskeiði en þær fela í sér að gatan var þrengd og lagðar voru eyjar og hjólreiðastígar. Við þetta fækkar stæðum talsvert við litla hrifningu þeirra sem keyrandi og eiga ekki sitt eigið stæði. Um er að ræða rótgróna götu í Vesturbænum. Við rákumst á Pál Kristjánsson, lögmann og Vesturbæing, sem efast um réttmæti þessara breytinga. „Eftir því sem ég hef kynnt mér eiga að koma fánastangir og blómaker og annað slíkt og ég veit ekki hvernig það á að auka umferðaröryggi, ég get ekki séð það," segir Páll. Hann segir að Hofsvallagatan sé ágætis breiðgata og umferðin við hana hafi gengið þokkalega. „Hér var nú ekki mikill hraðakstur, svo ég best viti. Þetta eykur bara á þrengsli og óþægindi við aðkomu og nóg er hún fyrir hérna við Melabúð," segir Páll.Öruggt þarf ekki að vera ljótt Sólmundur Hólm er íbúi í Vesturbænum.Hvað finnst þér um þessar breytingar? „Mér finnst þetta fyrst og fremst vera ljótt. Ég veit að þetta var gert til að auka öryggi en öruggt þarf ekki að vera ljótt rétt eins og hollt þarf ekki að vera vont. Þetta minnir mig á bakgrunninn á plötunni Söngvaborg 1 með Siggu Beinteins og Maríu Björk eða þá gamlar lyftingabuxur af Jóni Páli. Sem er flott útaf fyrir sig, en ekki í þessari götu," segir Sólmundur. Í fyrstu var ákveðið að ráðast í stórar framkvæmdir við götuna en vegna sparnaðar var ákveðið að fresta þeim, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þessi breyting er því í raun tímabundin og var teiknuð upp af embættismönnum á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Markmiðið er að hægja á umferð í götunni. Ekki liggur fyrir hver er höfundurinn á bak við litadýrðina á hjólreiðastígnum eða hvort hún sé yfirleitt hjólreiðamönnum til ama. Borgarfulltrúar segja að viðbrögðin við breytingunum á Hofsvallagötunni séu misjöfn. Viðbrögðin séu jákvæð frá foreldrum sem eiga lítil börn í nágrenninu en ökumenn sem þurfi að fara þarna í gegn séu pirraðir. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Óánægju gætir meðal íbúa við og nálægt Hofsvallagötu í Reykjavík með þrengingar á götunni til að rýma fyrir hjólreiðastíg og götuskrauti. Ákvörðun um útfærslu var tekin af embættismönnum en markmiðið er að hægja á umferð. Nýlega var ráðist í breytingar á Hofsvallagötunni sem sjást í myndskeiði en þær fela í sér að gatan var þrengd og lagðar voru eyjar og hjólreiðastígar. Við þetta fækkar stæðum talsvert við litla hrifningu þeirra sem keyrandi og eiga ekki sitt eigið stæði. Um er að ræða rótgróna götu í Vesturbænum. Við rákumst á Pál Kristjánsson, lögmann og Vesturbæing, sem efast um réttmæti þessara breytinga. „Eftir því sem ég hef kynnt mér eiga að koma fánastangir og blómaker og annað slíkt og ég veit ekki hvernig það á að auka umferðaröryggi, ég get ekki séð það," segir Páll. Hann segir að Hofsvallagatan sé ágætis breiðgata og umferðin við hana hafi gengið þokkalega. „Hér var nú ekki mikill hraðakstur, svo ég best viti. Þetta eykur bara á þrengsli og óþægindi við aðkomu og nóg er hún fyrir hérna við Melabúð," segir Páll.Öruggt þarf ekki að vera ljótt Sólmundur Hólm er íbúi í Vesturbænum.Hvað finnst þér um þessar breytingar? „Mér finnst þetta fyrst og fremst vera ljótt. Ég veit að þetta var gert til að auka öryggi en öruggt þarf ekki að vera ljótt rétt eins og hollt þarf ekki að vera vont. Þetta minnir mig á bakgrunninn á plötunni Söngvaborg 1 með Siggu Beinteins og Maríu Björk eða þá gamlar lyftingabuxur af Jóni Páli. Sem er flott útaf fyrir sig, en ekki í þessari götu," segir Sólmundur. Í fyrstu var ákveðið að ráðast í stórar framkvæmdir við götuna en vegna sparnaðar var ákveðið að fresta þeim, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þessi breyting er því í raun tímabundin og var teiknuð upp af embættismönnum á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Markmiðið er að hægja á umferð í götunni. Ekki liggur fyrir hver er höfundurinn á bak við litadýrðina á hjólreiðastígnum eða hvort hún sé yfirleitt hjólreiðamönnum til ama. Borgarfulltrúar segja að viðbrögðin við breytingunum á Hofsvallagötunni séu misjöfn. Viðbrögðin séu jákvæð frá foreldrum sem eiga lítil börn í nágrenninu en ökumenn sem þurfi að fara þarna í gegn séu pirraðir.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira