Innlent

Óviðeigandi snuð sögð til sölu á Ísafirði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Snuð á borð við þau sem kvartað var undan.
Snuð á borð við þau sem kvartað var undan.
Samkaupum úrvali á Ísafirði hefur borist ábendingar um að snuð með óviðeigandi áletrunum séu til sölu í versluninni.

„Við vonum að flestir sjái hvað þetta er óviðeigandi,“ segir Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir hjá Femínistafélagi Vestfjarða í samtali við BB.is. „Þarna er kynlífsvæðingin farin að teygja sig alveg niður í vöggu, og kynverund og hlutgervingu þröngvað upp á ungbörn á óviðeigandi hátt.“

Á snuðunum eru áletranir á borð við Sloppy Kisser, Bachelorette og Flirt og segir Hrafnhildur þær vera tilvísun í persónur vinsælla sjónvarpsþátta, „en þær persónur eru kyntákn í augum fjölmargra karla og kvenna. Finnst einhverjum þetta eðlilegt fyrir ungbörn?“

Þá bendir Hrafnhildur á að þegar vakið sé máls á slíkum áletrunum, til dæmis á fatnaði barna og unglinga, séu margir sammála því að þetta sé óviðeigandi en alltof stórum hluta fólks finnist þetta allt í lagi og að verið sé að gera stórmál úr engu.

„Sumir vilja meina að kynlífsvæðing sé ekki til á meðan aðrir segja hana lita nánast allar auglýsingar, kvikmyndir, myndbönd og tískubylgjur síðustu ára. Smám saman hefur þetta aukið umburðalyndi almennings gagnvart slíku efni en við megum bara ekki sofna á verðinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×