Stígamót skora á valdhafa landsins að skoða starfsemi kampavínsklúbba 22. júlí 2013 16:26 Stígamót gleðjast yfir því að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir gagnrýni og krefjist úttektar á starfsemi tveggja kampavínsklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur kampavínsklúbbanna hafa meðal annars kært Björk fyrir meiðyrði vegna ummæla sinna um þá starfsemi þar færi fram. Í langri fréttatilkynningu sem samtökin sendu fjölmiðlum síðdegis segir að málsókn á hendur þeim sem dirfist að gagnrýna starfsemi staða sem þessara sé „alþekkt fyrirbæri á heimsvísu og árangursrík leið til þöggunnar á því sem þar fer fram."Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:„Stígamót hafa frá því að klámbúllurnar héldu innreið sína til Íslands um síðustu aldamót barist gegn tilvist þeirra og margbent á eðli þeirrar starfsemi sem þar hefur farið fram. Þegar mest var voru reknir 13 strippstaðir á Íslandi og byggðist afkoma þeirra á að selja kynferðislegan aðgang að konum frá fátækari löndum sem höfðu hér stutta viðkomu.Um aldamótin taldi lögregla að á einu ári hefðu komið hingað að lágmarki 1000 erlendar konur til að starfa á strippstöðunum eða ein kona á hverja 100 íslenska karla 18 ára og eldri. Þær dvöldu hér þó flestar aðeins í einn mánuð í senn, en umferðin var mikil. Á yfirborðinu virtist um saklausa skemmtun að ræða en við nánari skoðun kom annað í ljós.Ísland hefur fullgilt Palermó-bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna gegn alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi og líka Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Samkvæmt skilgreiningum þessara alþjóðlegu samninga báru íslensku strippstaðirnir ýmis einkenni mansals.Til Stígamóta leituðu nokkrar konur sem þar störfuðu og sögur þeirra staðfestu það sem við áður vissum, að klámiðnaðurinn er í eðli sínu ofbeldi gegn þeim konum sem hann byggir afkomu sína á. Dæmi voru um að konur undirrituðu ólöglega starfssamninga, voru lokaðar inni í átta tíma eftir að vinnu þeirra lauk og teknir voru af þeim farmiðar. Þær þurftu að keppa sín á milli um að lokka karla afsíðis og því mörg dæmi um vændi í tengslum við starfsemina. Margar voru látnar skrifa undir þagnarsamning um að upplýsa ekki hvað færi fram á stöðunum og oft var þeim stjórnað með háum sektargreiðslum fyrir minnstu yfirsjónir. Dæmi voru um að konur fengju ekki launin sín, ef þær voru taldar hafa brotið samkomulagið.Þær fjölmiðlakonur sem gerðu tilraun til þess að fletta ofan af því sem raunverulega gerðist á stöðunum með því m.a. að lýsa lífi kvennanna sem þar störfuðu, voru umsvifalaust kærðar og máttu greiða milljónir í vasa klámstaðaeigenda.Með mikilli og langri pólitískri baráttu fjölmargra aðila, varð vitundarvakning sem leiddi til þess að hinn svokallaði einkadans var bannaður. Við það fækkaði stöðunum úr þrettán í þrjá og segir það sína sögu um á hverju rekstrargrundvöllur staðanna byggðist. Árið 2009 voru sett lög sem bönnuðu kaup á vændi og árið 2010 var rekstur nektarstaða bannaður.Stígamót hafa í tvö ár rekið athvarf fyrir konur sem hafa tengst vændi og mansali. Hjá okkur hafa dvalið 25 konur sem hafa kennt okkur margt um klámheiminn.Í Fréttablaðinu þann 18. júlí sl. var sagt frá vettvangsskoðun blaðamanna á tveimur kampavínsklúbbum í Reykjavík. Samkvæmt þeirri umfjöllun virðast kampavínsklúbbarnir svokölluðu eiga sér nokkrar óaðlaðandi hliðstæður við strippklúbbana. Í umfjölluninni kom fram að kaupa mætti tíu mínútna einkaaðgang að erlendum konum fyrir 20.000 krónur. Afvikni staðurinn er lykilatriðið í þessu sambandi, alveg eins og einkadansinn var á strippstöðunum.Málsókn á hendur þeim sem dirfast að gagnrýna starfsemi staða sem þessara er alþekkt fyrirbæri á heimsvísu og árangursrík leið til þöggunar á því sem þar fer fram. Þannig bíta klúbbeigendur af sér gagnrýni, enda miklir peningar í húfi.Athyglisvert er að hinir nafnlausu kampavínsklúbbaeigendur hikuðu ekki við að hóta málsókn á hendur borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru í Kristínarhúsi.Önnur föst venja í viðbrögðum klámiðnaðarins við gagnrýni er að í hvert skipti sem sagt er frá því sem kann að eiga sér stað á stöðunum, eru „hamingjusamar" konur dregnar fram í kastljós fjölmiðlanna og látnar vitna um sína frábæru vinnu.Útgáfan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. júlí, voru hamingjusamar konur sem lýstu því hvernig þær spjalla og syngja og dansa fyrir konur jafnt sem karla á afvikna staðnum. Gagnrýnivert að sýna ekki skemmtiatriðin dýru í fréttatímanum.Stígamót gleðjast yfir því að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir skuli standa vaktina, gagnrýna starfsemina og krefjast úttektar á starfinu.Við skorum á alla valdhafa þessa lands, ráðherra, þingmenn, borgarstjórn og lögregluyfirvöld, að skoða vandlega hvað fram fer á hinum svokölluðu kampavínsklúbbum og tryggja að konur séu ekki undir nokkrum kringumstæðum seldar á afvikna staði fyrir háar fjárhæðir.Eftir upplýsta umræðu síðasta áratugar væri það mikil uppgjöf og afturför, og við treystum því að komið verði í veg fyrir slíkt. Tengdar fréttir Bera mörg merki mansals Framkvæmdastýra vændisathvarfsins segir að starfsemi tveggja kampavínsklúbba í höfuðborginni beri öll merki um vændi og mansal. Kallað er eftir lögreglurannsókn á starfsemi klúbbanna. 19. júlí 2013 07:00 "Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi" Eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal hafa stefnt borgarfulltrúa og forstöðukonu vændisathvarfsins fyrir ærumeiðingar vegna ummæla þeirra um vændi og mansal á stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, stendur við orð sín en lögmaður eigendanna segir að þeir hafi ekkert að fela. 19. júlí 2013 18:45 Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni. 18. júlí 2013 07:00 Vill að lögregla rannsaki kampavínsklúbba Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vill að lögreglan rannsaki rekstur kampavínsstaða í Reykjavík. Hún telur að um vændisstarfsemi sé að ræða og að konur sem þar starfa sé fengnar hingað til lands í gegnum mansal. 18. júlí 2013 18:30 Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Stígamót gleðjast yfir því að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir gagnrýni og krefjist úttektar á starfsemi tveggja kampavínsklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur kampavínsklúbbanna hafa meðal annars kært Björk fyrir meiðyrði vegna ummæla sinna um þá starfsemi þar færi fram. Í langri fréttatilkynningu sem samtökin sendu fjölmiðlum síðdegis segir að málsókn á hendur þeim sem dirfist að gagnrýna starfsemi staða sem þessara sé „alþekkt fyrirbæri á heimsvísu og árangursrík leið til þöggunnar á því sem þar fer fram."Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:„Stígamót hafa frá því að klámbúllurnar héldu innreið sína til Íslands um síðustu aldamót barist gegn tilvist þeirra og margbent á eðli þeirrar starfsemi sem þar hefur farið fram. Þegar mest var voru reknir 13 strippstaðir á Íslandi og byggðist afkoma þeirra á að selja kynferðislegan aðgang að konum frá fátækari löndum sem höfðu hér stutta viðkomu.Um aldamótin taldi lögregla að á einu ári hefðu komið hingað að lágmarki 1000 erlendar konur til að starfa á strippstöðunum eða ein kona á hverja 100 íslenska karla 18 ára og eldri. Þær dvöldu hér þó flestar aðeins í einn mánuð í senn, en umferðin var mikil. Á yfirborðinu virtist um saklausa skemmtun að ræða en við nánari skoðun kom annað í ljós.Ísland hefur fullgilt Palermó-bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna gegn alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi og líka Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Samkvæmt skilgreiningum þessara alþjóðlegu samninga báru íslensku strippstaðirnir ýmis einkenni mansals.Til Stígamóta leituðu nokkrar konur sem þar störfuðu og sögur þeirra staðfestu það sem við áður vissum, að klámiðnaðurinn er í eðli sínu ofbeldi gegn þeim konum sem hann byggir afkomu sína á. Dæmi voru um að konur undirrituðu ólöglega starfssamninga, voru lokaðar inni í átta tíma eftir að vinnu þeirra lauk og teknir voru af þeim farmiðar. Þær þurftu að keppa sín á milli um að lokka karla afsíðis og því mörg dæmi um vændi í tengslum við starfsemina. Margar voru látnar skrifa undir þagnarsamning um að upplýsa ekki hvað færi fram á stöðunum og oft var þeim stjórnað með háum sektargreiðslum fyrir minnstu yfirsjónir. Dæmi voru um að konur fengju ekki launin sín, ef þær voru taldar hafa brotið samkomulagið.Þær fjölmiðlakonur sem gerðu tilraun til þess að fletta ofan af því sem raunverulega gerðist á stöðunum með því m.a. að lýsa lífi kvennanna sem þar störfuðu, voru umsvifalaust kærðar og máttu greiða milljónir í vasa klámstaðaeigenda.Með mikilli og langri pólitískri baráttu fjölmargra aðila, varð vitundarvakning sem leiddi til þess að hinn svokallaði einkadans var bannaður. Við það fækkaði stöðunum úr þrettán í þrjá og segir það sína sögu um á hverju rekstrargrundvöllur staðanna byggðist. Árið 2009 voru sett lög sem bönnuðu kaup á vændi og árið 2010 var rekstur nektarstaða bannaður.Stígamót hafa í tvö ár rekið athvarf fyrir konur sem hafa tengst vændi og mansali. Hjá okkur hafa dvalið 25 konur sem hafa kennt okkur margt um klámheiminn.Í Fréttablaðinu þann 18. júlí sl. var sagt frá vettvangsskoðun blaðamanna á tveimur kampavínsklúbbum í Reykjavík. Samkvæmt þeirri umfjöllun virðast kampavínsklúbbarnir svokölluðu eiga sér nokkrar óaðlaðandi hliðstæður við strippklúbbana. Í umfjölluninni kom fram að kaupa mætti tíu mínútna einkaaðgang að erlendum konum fyrir 20.000 krónur. Afvikni staðurinn er lykilatriðið í þessu sambandi, alveg eins og einkadansinn var á strippstöðunum.Málsókn á hendur þeim sem dirfast að gagnrýna starfsemi staða sem þessara er alþekkt fyrirbæri á heimsvísu og árangursrík leið til þöggunar á því sem þar fer fram. Þannig bíta klúbbeigendur af sér gagnrýni, enda miklir peningar í húfi.Athyglisvert er að hinir nafnlausu kampavínsklúbbaeigendur hikuðu ekki við að hóta málsókn á hendur borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru í Kristínarhúsi.Önnur föst venja í viðbrögðum klámiðnaðarins við gagnrýni er að í hvert skipti sem sagt er frá því sem kann að eiga sér stað á stöðunum, eru „hamingjusamar" konur dregnar fram í kastljós fjölmiðlanna og látnar vitna um sína frábæru vinnu.Útgáfan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. júlí, voru hamingjusamar konur sem lýstu því hvernig þær spjalla og syngja og dansa fyrir konur jafnt sem karla á afvikna staðnum. Gagnrýnivert að sýna ekki skemmtiatriðin dýru í fréttatímanum.Stígamót gleðjast yfir því að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir skuli standa vaktina, gagnrýna starfsemina og krefjast úttektar á starfinu.Við skorum á alla valdhafa þessa lands, ráðherra, þingmenn, borgarstjórn og lögregluyfirvöld, að skoða vandlega hvað fram fer á hinum svokölluðu kampavínsklúbbum og tryggja að konur séu ekki undir nokkrum kringumstæðum seldar á afvikna staði fyrir háar fjárhæðir.Eftir upplýsta umræðu síðasta áratugar væri það mikil uppgjöf og afturför, og við treystum því að komið verði í veg fyrir slíkt.
Tengdar fréttir Bera mörg merki mansals Framkvæmdastýra vændisathvarfsins segir að starfsemi tveggja kampavínsklúbba í höfuðborginni beri öll merki um vændi og mansal. Kallað er eftir lögreglurannsókn á starfsemi klúbbanna. 19. júlí 2013 07:00 "Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi" Eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal hafa stefnt borgarfulltrúa og forstöðukonu vændisathvarfsins fyrir ærumeiðingar vegna ummæla þeirra um vændi og mansal á stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, stendur við orð sín en lögmaður eigendanna segir að þeir hafi ekkert að fela. 19. júlí 2013 18:45 Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni. 18. júlí 2013 07:00 Vill að lögregla rannsaki kampavínsklúbba Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vill að lögreglan rannsaki rekstur kampavínsstaða í Reykjavík. Hún telur að um vændisstarfsemi sé að ræða og að konur sem þar starfa sé fengnar hingað til lands í gegnum mansal. 18. júlí 2013 18:30 Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Bera mörg merki mansals Framkvæmdastýra vændisathvarfsins segir að starfsemi tveggja kampavínsklúbba í höfuðborginni beri öll merki um vændi og mansal. Kallað er eftir lögreglurannsókn á starfsemi klúbbanna. 19. júlí 2013 07:00
"Lögreglunni er velkomið að kanna þessa starfsemi" Eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal hafa stefnt borgarfulltrúa og forstöðukonu vændisathvarfsins fyrir ærumeiðingar vegna ummæla þeirra um vændi og mansal á stöðunum. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, stendur við orð sín en lögmaður eigendanna segir að þeir hafi ekkert að fela. 19. júlí 2013 18:45
Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni. 18. júlí 2013 07:00
Vill að lögregla rannsaki kampavínsklúbba Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vill að lögreglan rannsaki rekstur kampavínsstaða í Reykjavík. Hún telur að um vændisstarfsemi sé að ræða og að konur sem þar starfa sé fengnar hingað til lands í gegnum mansal. 18. júlí 2013 18:30
Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25