Sport

Aníta dæmd úr keppni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Aníta Hinriksdóttir varð fyrir því óláni að stíga á línu í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna á HM 17 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Donetsk. Hún hefur verið dæmd úr leik.

Aníta hafði mikla yfirburði í hlaupinu og benti ekkert til annars en að hún hefði sigrað með yfirburðum eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Aníta og hin eþíópska Kokeb Tesfaye voru dæmdar úr leik fyrir að stíga á línu.

Ljóst er að vonbrigðin hljóta að vera mikil fyrir Anítu sem var afar sigurstrangleg í keppninni enda með langbesta tíma allra keppenda. Ísland hefur aldrei eignast heimsmeistara í frjálsum íþróttum, hvort sem er ungmenna eða fullorðinna, og stefndi svo sannarlega í sögulegan árangur í Donetsk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×