Lífið

Í göngutúr á brjóstahaldaranum

Sumarið er svo sannarlega komið í New York-borg og hefur hitinn þar farið upp úr öllu valdi að undanförnu. Tónlistarkonan Lady Gaga hefur ekki farið varhluta af því.

Lafðin spókaði sig um á götum borgarinnar í brjóstahaldara á dögunum og vakti að sjálfsögðu verðskuldaða athygli.

Ófeimin.
Gaga hefur kannski verið að leita sér að athygli því þegar hún settist inn í bifreið sína skrúfaði hún rúðuna niður og sýndi vegfarendum risavaxna skó sína. Svo sem við öllu að búast frá þessum kankvísa söngfugli.

Ágætis magavöðvar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.