Fótbolti

Á hvað var verið að dæma? | Myndband

Það var nóg af umdeilanlegum atvikum í botnslag Fylkis og ÍA í Pepsi-deildinni í gær. Til að mynda skoruðu Skagamenn mark í upphafi hálfleiks sem var dæmt af fyrir litlar sakir, að því er virtist.

„Á hvað er verið að dæma? Það er ekkert að þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason um atvikið í Pepsi-mörkunum í gær.

Þá fékk Tómas Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, rautt í fyrri hálfleik og samherji hans, Viðar Kjartansson, fékk áminningu fyrir leikaraskap síðar í leiknum. Farið var yfir þessi atvik og fleiri í þættinum í gær.

„Þetta er bara grín. Ég hef varla fengið aukaspyrnu eftir viðtalið við þjálfara KR. Ég var bombaður niður fyrir utan teig í fyrri hálfleik en dómarinn lét leikinn halda áfram,“ sagði Viðar eftir leik um þá meðferð sem hann hefur fengið hjá dómurum eftir umrætt viðtal.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×