Hallbera: Fór að fá gæsahúð á 90. mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2013 22:00 Hallbera sést hér fyrri miðju. Mynd / óskaró Hallbera Guðný Gísladóttir er búin að vera mjög traust í vinstri bakverðinum á Evrópumótinu í Svíþjóð og hún lagði síðan upp sigurmark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 sigrinum á Hollandi í kvöld. Íslenska liðið tryggði sér með sigrinum sæti í átta liða úrslitunum. „Ég á eftir að leggjast á koddann í kvöld og hugsa aftur um þetta mark. Það er frábært að geta tekið þátt í því að skjóta liðinu áfram í átta liða úrslit," sagði Hallbera um stoðsendinguna sína sem var frábært. Stoðsendingin kom í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið spilaði frábærlega. „Það var frábært að vera inn á í fyrri hálfleiknum. Við vorum rólegar á boltanum og náðum góðu spili. Það var aðeins meiri einstefna á markið okkar í seinni hálfleik en ég held að það sé bara eðlilegt þegar lið er 1-0 yfir og veit að það er nóg," sagði Hallbera. Hallbera spilaði lengi með Dagnýju hjá Val og hefur því lagt upp nokkur mörk fyrir hana. „Ég man ekki hvað hún hefur skorað mörg mörk með landsliðinu en hún hefur skorað áður eftir fyrirgjöf frá mér," sagði Hallbera Guðný. „Við vorum margar farnar að horfa á klukkuna á 70. mínútu því það lá stanslaust á okkar mark. Þegar það var komið fram yfir 90 mínútu og maður heyrði í íslensku áhorfendunum þá var maður farinn að fá smá gæsahúð," sagði Hallbera og bætir við: „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig tilfinning það var þegar dómarinn blés loksins í flautuna," sagði Hallbera. „Það voru ekki margir sem voru að setja pening á það að við kæmumst upp úr þessum riðli enda var þetta erfiður riðill til að vera í. Við erum búnar að fá sanngjarna gagnrýni í ár því við vorum ekki búnar að spila vel fyrir þetta mót. Við sýndum bara loksins í hvað okkur býr," sagði Hallbera. „Við eigum ekki að vera að toppa í janúar eða febrúar. Nú er draumurinn að toppa ennþá meira og jafnvel ná að stríða liðinu sem við fáum í átta liða úrslitunum," sagði Hallbera en það verður annaðhvort Svíþjóð eða Frakkland. „Þetta eru mjög góð lið og tvö lið sem eru líkleg til að vinna mótið. Það væri frábært að fá að mæta Svíum á heimavelli, spila fyrir framan fullan völl og bara vinna þær," sagði Hallbera kát. Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir er búin að vera mjög traust í vinstri bakverðinum á Evrópumótinu í Svíþjóð og hún lagði síðan upp sigurmark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 sigrinum á Hollandi í kvöld. Íslenska liðið tryggði sér með sigrinum sæti í átta liða úrslitunum. „Ég á eftir að leggjast á koddann í kvöld og hugsa aftur um þetta mark. Það er frábært að geta tekið þátt í því að skjóta liðinu áfram í átta liða úrslit," sagði Hallbera um stoðsendinguna sína sem var frábært. Stoðsendingin kom í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið spilaði frábærlega. „Það var frábært að vera inn á í fyrri hálfleiknum. Við vorum rólegar á boltanum og náðum góðu spili. Það var aðeins meiri einstefna á markið okkar í seinni hálfleik en ég held að það sé bara eðlilegt þegar lið er 1-0 yfir og veit að það er nóg," sagði Hallbera. Hallbera spilaði lengi með Dagnýju hjá Val og hefur því lagt upp nokkur mörk fyrir hana. „Ég man ekki hvað hún hefur skorað mörg mörk með landsliðinu en hún hefur skorað áður eftir fyrirgjöf frá mér," sagði Hallbera Guðný. „Við vorum margar farnar að horfa á klukkuna á 70. mínútu því það lá stanslaust á okkar mark. Þegar það var komið fram yfir 90 mínútu og maður heyrði í íslensku áhorfendunum þá var maður farinn að fá smá gæsahúð," sagði Hallbera og bætir við: „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig tilfinning það var þegar dómarinn blés loksins í flautuna," sagði Hallbera. „Það voru ekki margir sem voru að setja pening á það að við kæmumst upp úr þessum riðli enda var þetta erfiður riðill til að vera í. Við erum búnar að fá sanngjarna gagnrýni í ár því við vorum ekki búnar að spila vel fyrir þetta mót. Við sýndum bara loksins í hvað okkur býr," sagði Hallbera. „Við eigum ekki að vera að toppa í janúar eða febrúar. Nú er draumurinn að toppa ennþá meira og jafnvel ná að stríða liðinu sem við fáum í átta liða úrslitunum," sagði Hallbera en það verður annaðhvort Svíþjóð eða Frakkland. „Þetta eru mjög góð lið og tvö lið sem eru líkleg til að vinna mótið. Það væri frábært að fá að mæta Svíum á heimavelli, spila fyrir framan fullan völl og bara vinna þær," sagði Hallbera kát.
Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira