Íslenski boltinn

Ég er ekki hættur í fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi brosir til ljósmyndara í leik með ÍBV árið 2011.
Tryggvi brosir til ljósmyndara í leik með ÍBV árið 2011. Mynd/Stefán
Tryggvi Guðmundsson vildi ekki skýra frá ástæðum þess að hann gerði starfslokasamning við Fylki nú í kvöld.

„Þetta er bara samkomulag sem við gerðum áðan og ég læt þessa yfirlýsingu duga,“ sagði Tryggvi í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það var gert samkomulag okkar á milli að tjá okkur ekki um þetta mál í fjölmiðlum.“

Hann segir þó að aðilar hafi komist að þessari niðurstöðu í fullri sátt. „Ég get lofað þér því. Svona lagað er auðvitað erfitt en þessu fylgja engar slæmar tilfinningar eða neitt slíkt. Ég óska þeim innilega góðs gengis.“

Tryggvi er 38 ára gamall en vill halda áfram. „Ég er ekki hættur í fótbolta. Þannig líður mér í dag - ég vil bara spila fótbolta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×