Íslenski boltinn

Tryggvi hættur hjá Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson er ekki lengur leikmaður Fylkis en aðilar komust að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið í dag.

Þetta kom fram í stuttri yfirlýsingu sem knattspyrnudeild Fylkis sendi frá sér í kvöld. Tryggvi var síðast í gær í byrjunarliði Fylkis sem tapaði fyrir Stjörnunni, 3-2, í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar.

Opnað verður fyrir félagaskipti þann 15. júlí næstkomandi og verður Tryggva þá frjálst að finna sér nýtt félag.

Tryggvi á langan feril að baki og er markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi hér á landi. Hann kom til Fylkis frá ÍBV fyrir tímabilið en hefur einnig FH, KR, Tromsö, Stabæk, Örgryte og Stoke.

Hann skoraði tvö mörk í tólf leikjum í deild og bikar fyrir Fylki í sumar.

Sjá einnig: Viðtal við Ásgeir Ásgeirsson

Sjá einnig: Viðtal við Tryggva Guðmundsson

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Knattspyrnudeild Fylkis og Tryggvi Guðmundsson hafa komist samkomulagi um að rifta samning hans við félagið.

Knattspyrnudeild Fylkis þakkar Tryggva fyrir hans framlag fyrir klúbbinn og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum. Tryggvi þakkar einnig Fylki fyrir samstarfið og vonar að félagið muni rétta úr kútnum það sem eftir er að tímabilinu.

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Fylkis

Ásgeir Ásgeirsson Formaður“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×