Þjóðir heims "kikna" undan flæði fíkniefnaeftirlíkinga Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 16:04 Erfitt hefur reynst að draga úr fíkniefnaneyslu þrátt fyrir mjög eindregna viðleitni til þess. AFP Fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna segir þjóðir heims enga stjórn hafa á eftirlíkingum af ólöglegum fíkniefnum sem eru framleidd til að annast eftirspurn eftir vímu á lögmætan hátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni segir að nú séu í fyrsta sinn til fleiri eftirlíkingar af ólöglegum fíkniefnum en fíkniefnin sjálf. Eftirlíkingarnar eru nú fleiri en 300 talsins. Eftirlíkingarnar, sem á ensku kallast legal high, hafa skotið upp kollinum í 70 af 80 löndum sem könnun fíkniefnanefndarinnar nær til. Sumstaðar eru eftirlíkingarnar komnar með mikla markaðshlutdeild. Nýjar tegundir eftirlíkinga séu nú farnar að skjóta upp kollinum svo hratt að hið alþjóðlega bann á fíkniefnum sé nú að kikna undan álaginu í fyrsta sinn síðan því var komið á fótinn árið 1961. Þá er varað við því í skýrslunni að eftirlíkingarnar sem eru víða löglegar séu gjarnan mun hættulegri en upprunalegu fíkniefnin á borð við kókaín og kannabis, en neysla þeirra hefur ekki dregist saman þó að eftirlíkingarnar séu nú komnar á markað. Eftirlíkingar eru nú vinsælastar á eftir kannabisefnum á meðal 17 og 18 ára unglinga í Bandaríkjunum, en þar í landi segjast 11% aðspurðra hafa prófað einhverskonar eftirlíkingu. „Þessi lyf eru markaðssett sem „lögleg víma" og löglegar eftirlíkingar. Þessi hughvarfalyf eru að ryðja sér til rúms með sláandi hraða og hafa í för með sér ófyrséð heilsufarsvandamál," segir Yury Fedotov í samtali við The Guardian. Hann hvetur til samþættra aðgerða til að koma í veg fyrir framleiðslu, dreifingu og misnotkun lyfjanna. „Þetta er erfitt vandamál, en lyfin eru lögleg. Þau eru seld fyrir opnum tjöldum, til dæmis á netinu. Þetta eru hughvarfalyf þar sem hætturnar eru ekki þekktar, en þær geta verið mun alvarlegri en með hefðbundnu fíkniefnin." G8 ríkin komust að samkomulagi á fimmtudaginn til að takast á við vandann. Samkomulaginu er ætlað að auðvelda upplýsingaskipti um hin nýju efni, til dæmis hvað varðar áhrif á heilsu og upplýsingar um dreifingarleiðir. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna segir þjóðir heims enga stjórn hafa á eftirlíkingum af ólöglegum fíkniefnum sem eru framleidd til að annast eftirspurn eftir vímu á lögmætan hátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni segir að nú séu í fyrsta sinn til fleiri eftirlíkingar af ólöglegum fíkniefnum en fíkniefnin sjálf. Eftirlíkingarnar eru nú fleiri en 300 talsins. Eftirlíkingarnar, sem á ensku kallast legal high, hafa skotið upp kollinum í 70 af 80 löndum sem könnun fíkniefnanefndarinnar nær til. Sumstaðar eru eftirlíkingarnar komnar með mikla markaðshlutdeild. Nýjar tegundir eftirlíkinga séu nú farnar að skjóta upp kollinum svo hratt að hið alþjóðlega bann á fíkniefnum sé nú að kikna undan álaginu í fyrsta sinn síðan því var komið á fótinn árið 1961. Þá er varað við því í skýrslunni að eftirlíkingarnar sem eru víða löglegar séu gjarnan mun hættulegri en upprunalegu fíkniefnin á borð við kókaín og kannabis, en neysla þeirra hefur ekki dregist saman þó að eftirlíkingarnar séu nú komnar á markað. Eftirlíkingar eru nú vinsælastar á eftir kannabisefnum á meðal 17 og 18 ára unglinga í Bandaríkjunum, en þar í landi segjast 11% aðspurðra hafa prófað einhverskonar eftirlíkingu. „Þessi lyf eru markaðssett sem „lögleg víma" og löglegar eftirlíkingar. Þessi hughvarfalyf eru að ryðja sér til rúms með sláandi hraða og hafa í för með sér ófyrséð heilsufarsvandamál," segir Yury Fedotov í samtali við The Guardian. Hann hvetur til samþættra aðgerða til að koma í veg fyrir framleiðslu, dreifingu og misnotkun lyfjanna. „Þetta er erfitt vandamál, en lyfin eru lögleg. Þau eru seld fyrir opnum tjöldum, til dæmis á netinu. Þetta eru hughvarfalyf þar sem hætturnar eru ekki þekktar, en þær geta verið mun alvarlegri en með hefðbundnu fíkniefnin." G8 ríkin komust að samkomulagi á fimmtudaginn til að takast á við vandann. Samkomulaginu er ætlað að auðvelda upplýsingaskipti um hin nýju efni, til dæmis hvað varðar áhrif á heilsu og upplýsingar um dreifingarleiðir. Þetta kemur fram á vef The Guardian.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira