Fótbolti

Lloris ekki á leiðinni til Monaco

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hugo Lloris með Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra Tottenham.
Hugo Lloris með Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra Tottenham. Mynd / Getty Images

Frakkinn Hugo Lloris, markvörður Tottenham, hefur nú dregið af allan vafa þess efnis að hann sé á leiðinni til Monaco í heimalandinu.

Monaco hefur nú þegar farið mikinn á leikmannamarkaðnum og hefur félagið fest kaup á Radamel Falcao og Joao Moutinho.

Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að Hugo Lloris sé  á leiðinni til félagsins en svo vill leikmaður ekki meina.

„Það eru skemmtilegir hlutir að gerast hjá Monaco og deildina í heild sinni,“ sagði Lloris við franska fjölmiðla.

„Ég er aftur á móti ekki leiðinni til baka til Frakklands. Það var alltaf ætlunin að þroskast sem leikmaður hjá stórum klúbb utan Frakklands. Maður snýr jafnvel aftur einni daginn, en það er ekkert á döfinni á næstunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×