Fótbolti

Dagar Pearce verða brátt taldir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuart Pearce
Stuart Pearce Mynd / Getty Images

Töluverðar líkur eru á því að Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U-21 Englands, verði ekki áfram með liðið eftir að liðið komst ekki upp úr riðli sínum á  lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ísrael þessa daganna.

Samningur Stuart Pearce við enska knattspyrnusambandið rennur út í lok mánaðarins og litla líkur eru á því hann haldi áfram.

Gareth Southgate, fyrrum knattspyrnustjóri Middlesbrough, er talinn líklegasti arftaki Pearce.

David Bernstein, formaður enska knattspyrnusambandsins, hefur neitað að ræða um framtíð Stuart Pearce fyrir en eftir keppnina.

„Við munum ræða við stjórann eftir keppnina,“ sagði Bernstein.

„Hann hefur staðið sig heilt yfir vel fyrir þjóðina en þetta mót hefur ekki gengið vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×