Íslenski boltinn

Þrefalda refsingin of hörð? | Myndband

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, fékk dæmt á sig víti og rautt spjald snemma leiks gegn KR-ingum í fyrrakvöld.

KR-ingar skoruðu úr vítinu en auk þess sem að FH-ingar léku manni færri stærstan hluta leiksins verður Róbert Örn í leikbanni í næsta leik Hafnfirðinga.

Þessi þrefalda refsing var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gær, auk þess hvort að rauða spjaldið átti rétt á sér.

Myndbandið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×