"Ná fram hagsmunum á kostnað þessa fólks“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2013 09:43 Mikill hiti var í fundarmönnum á kröfuhafafundi hjúkrunarheimilisins Eirar á Hilton Nordica í gær en fundarmenn, ellilífeyrisþegar með íbúðarrétt á Eir og fulltrúar þeirra, samþykktu áframhaldandi greiðslustöðvun hjúkrunarheimilisins, en það var forsenda áframhaldandi nauðasamningsumleitana. Málefni sjálfseignarstofnunarinnar Eirar eru í raun mikil sorgarsaga sem ekki sér enn fyrir endann á. Nú er útlit fyrir að tekist verði á fyrir dómstólum um lögmæti veðkrafna sem Íbúðalánasjóður annars vegar og nokkrir lífeyrissjóðir hins vegar eiga í fasteignum Eirar. Eir er sett á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt sérstakri skipulagsskrá. Í 5. gr. þessara laga segir að ekki megi selja eða veðsetja fasteignir sem eru eign sjóðs eða stofnunar nema að fengnu samþykki sýslumanns. Þegar veðkröfur ÍLS eru annars vegar hefði þurft að afla samþykki Sýslumannsins á Sauðárkróki. Nokkrir íbúðarréttarhafar sem réðu sína eigin lögmenn freistuðu þess að veðskuldabréf Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða yrðu afmáð af fasteignunum á þeirri forsendu að til þeirra hafi ekki verið stofnað með lögmætum hætti. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þessu í gær með bréfi til lögmanna íbúðarréttarhafa sem fréttastofan hefur undir höndum. Í lögfræðiáliti frá Landslögum, sem unnið var fyrir íbúðarréttarhafa, er komist að þeirri niðurstöðu að veðréttindi sem stofnað var til í andstöðu við 5. gr. laga um sjóði og stofnanir ætti að sæta leiðréttingu þinglýsingastjóra, þ.e sýslumanns. Neiti sýslumaður má bera það undir héraðsdómara.Ágreiningur líklega leiddur til lykta fyrir dómstólum Í bréfi Sýslumannsins í Reykjavík segir að á umræddum fasteignum Eirar hvíli veðskuldabréf frá Íbúðalánasjóði sem þinglýst var 2007, 2009 og 2010. Aðdragandi veðsetningarinnar var efnislega rangur því ekki var aflað samþykkis sýslumannsins á Sauðárkróki við veðsetninguna. „Sýslumaðurinn í Reykjavík telur ekki að þetta valdi því að færslan sé röng eða mistök hafi orðið um þinglýsinguna,“ segir í bréfinu. Sýslumaður kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hugsanlega falli þetta undir 2. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga sem heimilar leiðréttingu við þinglýsingu ef færslan er röng og horfir réttum eiganda til réttarspjalla. Er íbúðarréttarhöfum veittur fimm vikna frestur til að færa frekari sönnur á staðhæfingu um að þinglýsing á veðkröfum ÍLS hafi verið mistök. Stefnir í að ágreiningurinn verði til lykta leiddur fyrir dómstólum. Fram kom í máli margra fundarmanna á Hilton í gær að óvissan væri verst, enda liggur ekkert fyrir enn um hversu miklum peningum þetta fólk muni tapa. Eiginfjárstaða Eirar er neikvæð um 881 milljón króna og hefur hjúkrunarheimilið ekki greitt af lánum frá því í september sl. Helgi Jóhannesson, ráðgjafir stjórnar Eirar, segir að gangi nauðasamningsumleitanir eftir gætu menn séð til lands í málinu innan sex mánaða.Siðferðisleg álitaefni um skyldur lánveitenda Helgi Sigurðsson hrl. og fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings var á fundinum í gær til að gæta hagsmuna skjólstæðings síns sem á kröfu á EIR. „Þarna er verið að ná fram hagsmunum á kostnað þessa fólks,“ sagði Helgi á fundinum um veðrétt ÍLS og lífeyrissjóða í eignum Eirar. Helgi sagðist velta því fyrir sér hvort lánveitendur, ÍLS og lífeyrissjóðir, kunni að hafa í þessu sambandi brotið eigin siðareglur við lánveitingar þegar gengið var frá veðsetningu á eignarhlutum sem aldrað fólk hafði greitt fyrir en hafði ekki tryggingu fyrir eignarrétti sínum. Ef veðkröfum ÍLS og lífeyrissjóðanna verður aflétt af umræddum fasteignum þá stendur samt eftir að þessir aðilar eiga fjárkröfur á hendur EIR. Það sem gerist er að kröfustafli almennra kröfuhafa, þ.e íbúðarréttarhafa og eigenda skuldabréfa, mun stækka og minna verður á endanum til skiptanna fyrir hvern og einn, þar sem þessar kröfur standa jafnfætis. Áréttað skal að eiginfjárstaða Eirar er neikvæð. Á fundinum í gær sagði Helgi Jóhannesson hrl., ráðgjafi stjórnar Eirar, að erfitt væri að sjá að vandi hjúkrunarheimilisins yrði leystur án aðkomu hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga. Ríkisvaldið hefur haldið að sér höndum og þá hefur Reykjavíkurborg, einn stofnaðila hjúkrunarheimilisins ekki talið sér skylt að blanda sér inn í málefni Eirar með beinum hætti, þar sem Eir er sjálfseignarstofnun sem heyrir ekki beint undir sveitarfélagið. Hjúkrunarheimilið er því eins og munaðarleysingi í kerfinu.Borga fasteignagjald af íbúð sem þau eiga ekki Flækjustigið er hátt þegar málefni Eirar eru annars vegar. Eitt sem veldur íbúðarréttarhöfum gremju er sú staðreynd að þeir greiða enn fasteignagjöld af íbúðunum, þótt þeir eigi þær ekki. „Það skýtur auðvitað skökku við að fólk sé að borga fasteignagjöld af íbúð sem það á ekki,“ sagði Helgi Jóhanesson, ráðgjafi stjórnar Eirar á fundinum eftir spurningu fundarmanns um þetta atriði. Helgi sagði að þetta væri einn af þessum „einkennilegu samningum,“ sem gerðir hefðu verið hjá Eir. Við fjölluðum um fundinn á Hilton Nordica í gærkvöldi í fréttum Stöðvar 2. Þar var meðal annars rætt við Jón Gunnarsson, einn íbúðarréttarhafa. Hann var í þeirri óþægilegu stöðu að þegar hann keypti búseturéttinn í Eir var þegar búið að veðsetja íbúðina hans fyrir tugi milljóna króna án hans vitundar. Hægt er að smella á myndskeið með frétt, eða hér. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Mikill hiti var í fundarmönnum á kröfuhafafundi hjúkrunarheimilisins Eirar á Hilton Nordica í gær en fundarmenn, ellilífeyrisþegar með íbúðarrétt á Eir og fulltrúar þeirra, samþykktu áframhaldandi greiðslustöðvun hjúkrunarheimilisins, en það var forsenda áframhaldandi nauðasamningsumleitana. Málefni sjálfseignarstofnunarinnar Eirar eru í raun mikil sorgarsaga sem ekki sér enn fyrir endann á. Nú er útlit fyrir að tekist verði á fyrir dómstólum um lögmæti veðkrafna sem Íbúðalánasjóður annars vegar og nokkrir lífeyrissjóðir hins vegar eiga í fasteignum Eirar. Eir er sett á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt sérstakri skipulagsskrá. Í 5. gr. þessara laga segir að ekki megi selja eða veðsetja fasteignir sem eru eign sjóðs eða stofnunar nema að fengnu samþykki sýslumanns. Þegar veðkröfur ÍLS eru annars vegar hefði þurft að afla samþykki Sýslumannsins á Sauðárkróki. Nokkrir íbúðarréttarhafar sem réðu sína eigin lögmenn freistuðu þess að veðskuldabréf Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða yrðu afmáð af fasteignunum á þeirri forsendu að til þeirra hafi ekki verið stofnað með lögmætum hætti. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þessu í gær með bréfi til lögmanna íbúðarréttarhafa sem fréttastofan hefur undir höndum. Í lögfræðiáliti frá Landslögum, sem unnið var fyrir íbúðarréttarhafa, er komist að þeirri niðurstöðu að veðréttindi sem stofnað var til í andstöðu við 5. gr. laga um sjóði og stofnanir ætti að sæta leiðréttingu þinglýsingastjóra, þ.e sýslumanns. Neiti sýslumaður má bera það undir héraðsdómara.Ágreiningur líklega leiddur til lykta fyrir dómstólum Í bréfi Sýslumannsins í Reykjavík segir að á umræddum fasteignum Eirar hvíli veðskuldabréf frá Íbúðalánasjóði sem þinglýst var 2007, 2009 og 2010. Aðdragandi veðsetningarinnar var efnislega rangur því ekki var aflað samþykkis sýslumannsins á Sauðárkróki við veðsetninguna. „Sýslumaðurinn í Reykjavík telur ekki að þetta valdi því að færslan sé röng eða mistök hafi orðið um þinglýsinguna,“ segir í bréfinu. Sýslumaður kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hugsanlega falli þetta undir 2. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga sem heimilar leiðréttingu við þinglýsingu ef færslan er röng og horfir réttum eiganda til réttarspjalla. Er íbúðarréttarhöfum veittur fimm vikna frestur til að færa frekari sönnur á staðhæfingu um að þinglýsing á veðkröfum ÍLS hafi verið mistök. Stefnir í að ágreiningurinn verði til lykta leiddur fyrir dómstólum. Fram kom í máli margra fundarmanna á Hilton í gær að óvissan væri verst, enda liggur ekkert fyrir enn um hversu miklum peningum þetta fólk muni tapa. Eiginfjárstaða Eirar er neikvæð um 881 milljón króna og hefur hjúkrunarheimilið ekki greitt af lánum frá því í september sl. Helgi Jóhannesson, ráðgjafir stjórnar Eirar, segir að gangi nauðasamningsumleitanir eftir gætu menn séð til lands í málinu innan sex mánaða.Siðferðisleg álitaefni um skyldur lánveitenda Helgi Sigurðsson hrl. og fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings var á fundinum í gær til að gæta hagsmuna skjólstæðings síns sem á kröfu á EIR. „Þarna er verið að ná fram hagsmunum á kostnað þessa fólks,“ sagði Helgi á fundinum um veðrétt ÍLS og lífeyrissjóða í eignum Eirar. Helgi sagðist velta því fyrir sér hvort lánveitendur, ÍLS og lífeyrissjóðir, kunni að hafa í þessu sambandi brotið eigin siðareglur við lánveitingar þegar gengið var frá veðsetningu á eignarhlutum sem aldrað fólk hafði greitt fyrir en hafði ekki tryggingu fyrir eignarrétti sínum. Ef veðkröfum ÍLS og lífeyrissjóðanna verður aflétt af umræddum fasteignum þá stendur samt eftir að þessir aðilar eiga fjárkröfur á hendur EIR. Það sem gerist er að kröfustafli almennra kröfuhafa, þ.e íbúðarréttarhafa og eigenda skuldabréfa, mun stækka og minna verður á endanum til skiptanna fyrir hvern og einn, þar sem þessar kröfur standa jafnfætis. Áréttað skal að eiginfjárstaða Eirar er neikvæð. Á fundinum í gær sagði Helgi Jóhannesson hrl., ráðgjafi stjórnar Eirar, að erfitt væri að sjá að vandi hjúkrunarheimilisins yrði leystur án aðkomu hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga. Ríkisvaldið hefur haldið að sér höndum og þá hefur Reykjavíkurborg, einn stofnaðila hjúkrunarheimilisins ekki talið sér skylt að blanda sér inn í málefni Eirar með beinum hætti, þar sem Eir er sjálfseignarstofnun sem heyrir ekki beint undir sveitarfélagið. Hjúkrunarheimilið er því eins og munaðarleysingi í kerfinu.Borga fasteignagjald af íbúð sem þau eiga ekki Flækjustigið er hátt þegar málefni Eirar eru annars vegar. Eitt sem veldur íbúðarréttarhöfum gremju er sú staðreynd að þeir greiða enn fasteignagjöld af íbúðunum, þótt þeir eigi þær ekki. „Það skýtur auðvitað skökku við að fólk sé að borga fasteignagjöld af íbúð sem það á ekki,“ sagði Helgi Jóhanesson, ráðgjafi stjórnar Eirar á fundinum eftir spurningu fundarmanns um þetta atriði. Helgi sagði að þetta væri einn af þessum „einkennilegu samningum,“ sem gerðir hefðu verið hjá Eir. Við fjölluðum um fundinn á Hilton Nordica í gærkvöldi í fréttum Stöðvar 2. Þar var meðal annars rætt við Jón Gunnarsson, einn íbúðarréttarhafa. Hann var í þeirri óþægilegu stöðu að þegar hann keypti búseturéttinn í Eir var þegar búið að veðsetja íbúðina hans fyrir tugi milljóna króna án hans vitundar. Hægt er að smella á myndskeið með frétt, eða hér.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira