Fótbolti

Tromsö með augastað á Birni Daníel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, er undir smásjánni hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Tromsö. Félagið staðfestir áhuga sinn í norskum fjölmiðlum í dag.

Tromsö er að leita að eftirmanni Ruben Yttergård Jenssen sem er á leið til Kaiserslautern. Svein-Morten Johansen, yfirmaður íþróttamála hjá Tromsö, var hér á landi fyrir stuttu og fylgdist með Birni Daníel.

„Hann skoraði bæði mörk FH í 4-2 tapi fyrir KR,“ sagði Johansen. „Hann stóð sig vel. Þetta er góður miðjumaður, með góðan vinstri fót, hreyfanlegur og marksækinn.“

Johansen segir að fleiri leikmenn séu til skoðunar hjá félaginu og að of snemmt sé að segja til um hvort félagið ætli að aðhafast frekar í máli Björns Daníels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×