Íslenski boltinn

Bæði vafamörkin skráð sem sjálfsmörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson. Mynd/Daníel
Björn Daníel Sverrisson og Nichlas Rohde fengu vafamörkin tvö sem voru skoruð í Pepsi-deild karla í gærkvöldi ekki skráð á sig. Þau voru skráð sem sjálfsmörk.

Örvar Sær Gíslason, dómari leiks Víkings Ólafsvíkur og FH, mat það sem svo að skot Björns Daníels hafi ekki stefnt að marki heimamanna í gær. Boltinn fór af Abdel-Farid Zato-Arouna sem fær sjálfsmarkið skráð á sig.

Hið sama má segja um leik Fylkis og Breiðabliks sem síðarnefnda liðið vann, 1-0. Nichlas Rohde, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, sendi boltann að marki en Sverrir Garðarsson, varnarmaður Fylkis, skaut boltanum í markið er hann reyndi að hreinsa frá markinu.

Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, hefur því metið það þannig að skot Rohde hefði ekki hafnað í markinu hefði Sverrir ekki komið við boltann. Því skráist það sem sjálfsmark á þann síðarnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×