Íslenski boltinn

Edda og Ólína á leið heim | Lítið æft hjá Chelsea

Edda í leik með Chelsea.
Edda í leik með Chelsea.
Landsliðskonurnar Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðrún Viðarsdóttir eru allt annað en sáttar hjá Chelsea og vilja nú losna frá félaginu.

Edda staðfestir þetta við fótbolti.net í dag og þar segir hún að þær stefni heim á leið.

"Við erum að reyna að losna. Ólína sótti um góða vinnu heima og fékk hana en síðan er fullt af öðrum atriðum sem spila inn í," sagði Edda í samtali við Fótbolta.net í dag.

"Þeir lofuðu okkur hinu og þessu og síðan var það kjaftæði. Við stóðum í ströngu við að fá einföldustu hluti í lag og þeir komu aldrei í lag."

Einnig kemur fram í viðtalinu að Chelsea liðið æfi aðeins einu sinni til tvisvar í viku.

Þær æfðu með Val á dögunum og stefna að því að spila með liði í Pepsi-deildinni er þær losna frá Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×