Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R - Tindastóll 2-1 Sigmar Sigfússon skrifar 19. júní 2013 11:42 Hjörtur skoraði sigurmarkið. Mynd/Daníel Reykjavíkur Víkingar eru komnir í átta liða úrslit Borgunarbikarsins en liðið vann nauman sigur á Tindastóli í kvöld. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og heimamenn komust strax í forystu á 2. mínútu. Þá skoraði Aron Elís Þrándarson glæsilegt mark úr þrumskoti eftir góðan sprett upp völlinn. Á á 8. mínútu fengu Víkingar vítaspyrnu þegar Halldór Smári Sigurðarsson var felldur inn í teig. Gamla kempan, Hjörtur Júlíus Hjartarson, skoraði af punktinum. Staðan orðin 2-0 eftir átta mínútur. Algjör óska staða fyrir heimamenn. Eftir seinna markið voru Víkingar mun líklegri í öllum sínum aðgerðum. En á 22. mínútu þá minnkuðu Stólarnir muninn með ágætri sókn. Atli Arnarsson átti þá skot sem Ingvar Kale varði út í teig. Christopher P. Toris var réttur maður á réttum stað og nær frákastinu og skorar. Strákarnir úr Skagafirðinum lifnuðu allir við og áhorfendur aftur komnir með leik. Á 59. mínútu fékk Christopher, markaskorari Tindastóls, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Igor Taskovic, varnarmanni Víkings. Dómarinn gaf honum rauðaspjaldið fyrir að setja takkanna í hausinn á Igor þar sem Christofer lá í grasinu. Eftir það þyngdist róður Tindastóls og lengra komust þeir ekki í leiknum. Víkingar unnu leikinn 2-1 og eru komnir áfram.Halldór: Mörg lið hefðu gefist upp og brotnað „Algjör vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við sýna góða baráttu og koma tilbaka eftir þungt rothögg í byrjun leiks. Mörg lið hefðu gefist upp og brotnað en við sýndum góðan karakter,“ sagði Halldór Jón Sigurðarson, hinn ungi þjálfari Tindastóls, eftir leikinn og bætti við: „Ég sá ekki atvikið í rauðaspjaldinu nógu vel en á þeim kafla vorum við að nálgast þá. Þá hefði í raun allt geta gerst. En við lendum einum færri og þá varð þetta allt mun erfiðara.“ Fannst þér þetta grófur leikur? „Nei nei, þetta var alvöru fótboltaleikur. Alvöru karlmenn að eigast við og góður leikur að mörgu leyti og ansi svekkjandi að tapa.“Óli: Þeir voru að fiska spjöld og dómarinn beit á agnið „Við ætluðum okkur áfram svo þetta er bara gleði og ánægja,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, kátur eftir leikinn. „Mér fannst þetta ekki eins harður leikur og dómarinn gaf ástæðu til. Þeir voru að henda sér niður alveg hægri vinstri, fiskandi spjöld og dómarinn beit svolítið á agnið fannst mér. „Við sigldum þessum sigri heim og það var það sem við ætluðum okkur.“ Er það einhver óska mótherji sem þú vilt fá í næstu umferð? „Já Já, það er það en ég ætla ekki að segja þér það,“ sagði Óli Þórðar léttur í lokin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Reykjavíkur Víkingar eru komnir í átta liða úrslit Borgunarbikarsins en liðið vann nauman sigur á Tindastóli í kvöld. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og heimamenn komust strax í forystu á 2. mínútu. Þá skoraði Aron Elís Þrándarson glæsilegt mark úr þrumskoti eftir góðan sprett upp völlinn. Á á 8. mínútu fengu Víkingar vítaspyrnu þegar Halldór Smári Sigurðarsson var felldur inn í teig. Gamla kempan, Hjörtur Júlíus Hjartarson, skoraði af punktinum. Staðan orðin 2-0 eftir átta mínútur. Algjör óska staða fyrir heimamenn. Eftir seinna markið voru Víkingar mun líklegri í öllum sínum aðgerðum. En á 22. mínútu þá minnkuðu Stólarnir muninn með ágætri sókn. Atli Arnarsson átti þá skot sem Ingvar Kale varði út í teig. Christopher P. Toris var réttur maður á réttum stað og nær frákastinu og skorar. Strákarnir úr Skagafirðinum lifnuðu allir við og áhorfendur aftur komnir með leik. Á 59. mínútu fékk Christopher, markaskorari Tindastóls, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Igor Taskovic, varnarmanni Víkings. Dómarinn gaf honum rauðaspjaldið fyrir að setja takkanna í hausinn á Igor þar sem Christofer lá í grasinu. Eftir það þyngdist róður Tindastóls og lengra komust þeir ekki í leiknum. Víkingar unnu leikinn 2-1 og eru komnir áfram.Halldór: Mörg lið hefðu gefist upp og brotnað „Algjör vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við sýna góða baráttu og koma tilbaka eftir þungt rothögg í byrjun leiks. Mörg lið hefðu gefist upp og brotnað en við sýndum góðan karakter,“ sagði Halldór Jón Sigurðarson, hinn ungi þjálfari Tindastóls, eftir leikinn og bætti við: „Ég sá ekki atvikið í rauðaspjaldinu nógu vel en á þeim kafla vorum við að nálgast þá. Þá hefði í raun allt geta gerst. En við lendum einum færri og þá varð þetta allt mun erfiðara.“ Fannst þér þetta grófur leikur? „Nei nei, þetta var alvöru fótboltaleikur. Alvöru karlmenn að eigast við og góður leikur að mörgu leyti og ansi svekkjandi að tapa.“Óli: Þeir voru að fiska spjöld og dómarinn beit á agnið „Við ætluðum okkur áfram svo þetta er bara gleði og ánægja,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, kátur eftir leikinn. „Mér fannst þetta ekki eins harður leikur og dómarinn gaf ástæðu til. Þeir voru að henda sér niður alveg hægri vinstri, fiskandi spjöld og dómarinn beit svolítið á agnið fannst mér. „Við sigldum þessum sigri heim og það var það sem við ætluðum okkur.“ Er það einhver óska mótherji sem þú vilt fá í næstu umferð? „Já Já, það er það en ég ætla ekki að segja þér það,“ sagði Óli Þórðar léttur í lokin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira