Kári Steinn Karlsson var nokkuð frá sínu besta í tíu þúsund metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.
Hann kom í mark á 30:14,14 mínútum sem er nokkuð frá hans besta í greininni, en þess má geta að hann er nýbúinn að hlaupa hálfmaraþon.
Hann vann til bronsverðlauna í greininni en fyrr í vikunni vann hann silfur í fimm þúsund metra hlaupi.
Kári Steinn fékk brons
