Fótbolti

Stelpurnar okkar verða í beinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir verða í beinni útsendingu á skjám landsmanna í sumar.
Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir verða í beinni útsendingu á skjám landsmanna í sumar. Mynd/Daníel

Leikir kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar verða í beinni útsendingu á Rúv. Rúv tryggði sér sýningarréttinn um helgina.

Með samningnum gefst almenningi kostur á  að fylgjast að minnsta kosti með leikjum íslenska liðsins, undanúrslitum og úrslitum mótsins á RÚV og ruv.is. Auk þess verður öllum leikjum íslenska liðsins lýst á Rás 2.

„Við erum mjög stolt af kvennalandsliðinu okkar í knattspyrnu og við lögðum mikla áherslu á að geta gert öllum, sem áhuga hafa, mögulegt að fylgjast með gengi liðsins á EM," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri, í fréttatilkynningu frá Rúv.

„Þetta er í annað skipti sem „stelpurnar okkar“ taka þátt í lokakeppni EM og við hlökkum til að fylgjast með þeim og vonandi komast áfram í 8 liða úrslit,“ segir Páll.

Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi. Fyrsti leikur liðsins er gegn Noregi þann 11. júlí.


Tengdar fréttir

Stelpurnar okkar bara á Eurosport?

Engin íslensk sjónvarpsstöð hefur enn keypt sýningarréttinn á Evrópumeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Svíþjóð í sumar.

EM kvenna á að vera forgangsatriði hjá Rúv

"Nei, ég trúi þessu ekki. Ég trúi ekki því sem þú ert að segja mér," voru viðbrögð Sifjar Atladóttur þegar hún heyrði að ekki lægi ljóst fyrir hvort Evrópumót kvennalandsliða yrði í beinni útsendingu í sjónvarpi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×