Stelpurnar okkar bara á Eurosport? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2013 10:56 Mynd/Stefán Engin íslensk sjónvarpsstöð hefur enn keypt sýningarréttinn á Evrópumeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Svíþjóð í sumar. Ísland tryggði sér þátttökurétt á mótinu í lok október síðastliðins og því hefur það legið fyrir í sjö mánuði að Ísland muni keppa í lokakeppninni sem hefst þann 10. júlí næstkomandi. Eurosport keypti sýningarréttinn að keppninni af Knattspyrnusambandi Evrópu en þá rás má finna á fjölvarpi Stöðvar 2. Það er þó ekki endilega víst að allir leikir Íslands verði sýndir á þeirri rás. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, staðfesti við Vísi í dag að Rúv hefði boðið í sýningarréttinn en að enn væri ekki komin niðurstaða í málið. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við Vísi í gær að 365 hefði ekki boðið í réttinn. „Við eigum enn eftir að fá endanlegt svar,“ sagði Páll við Vísi í morgun. „Það liggur fyrir tilboð frá okkur en við vonum auðvitað að þetta muni falla til okkar.“ Páll segir allur gangur á svona málum og að þau geti dregist á langinn. „Þetta er frekar miskunnarlaus markaður og seljendur reyna að þrýsta verðinu upp eins og þeir mögulega geta.“ Hann segir það kappsmál fyrir Rúv að sýna leikina hér á landi með íslenskum lýsendum og annarri umfjöllun sem fylgir keppni sem þessari. „Við viljum framleiða þetta efni fyrir Íslendinga, enda allt öðruvísi áferð á því á Eurosport. Við viljum fá þessa keppni enda verður gaman að fylgjast með stelpunum úti.“ Páll á von á því að málin skýrist á allra næstu dögum. Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Engin íslensk sjónvarpsstöð hefur enn keypt sýningarréttinn á Evrópumeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Svíþjóð í sumar. Ísland tryggði sér þátttökurétt á mótinu í lok október síðastliðins og því hefur það legið fyrir í sjö mánuði að Ísland muni keppa í lokakeppninni sem hefst þann 10. júlí næstkomandi. Eurosport keypti sýningarréttinn að keppninni af Knattspyrnusambandi Evrópu en þá rás má finna á fjölvarpi Stöðvar 2. Það er þó ekki endilega víst að allir leikir Íslands verði sýndir á þeirri rás. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, staðfesti við Vísi í dag að Rúv hefði boðið í sýningarréttinn en að enn væri ekki komin niðurstaða í málið. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við Vísi í gær að 365 hefði ekki boðið í réttinn. „Við eigum enn eftir að fá endanlegt svar,“ sagði Páll við Vísi í morgun. „Það liggur fyrir tilboð frá okkur en við vonum auðvitað að þetta muni falla til okkar.“ Páll segir allur gangur á svona málum og að þau geti dregist á langinn. „Þetta er frekar miskunnarlaus markaður og seljendur reyna að þrýsta verðinu upp eins og þeir mögulega geta.“ Hann segir það kappsmál fyrir Rúv að sýna leikina hér á landi með íslenskum lýsendum og annarri umfjöllun sem fylgir keppni sem þessari. „Við viljum framleiða þetta efni fyrir Íslendinga, enda allt öðruvísi áferð á því á Eurosport. Við viljum fá þessa keppni enda verður gaman að fylgjast með stelpunum úti.“ Páll á von á því að málin skýrist á allra næstu dögum.
Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira