Íslenski boltinn

Þorvaldur hættur hjá Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli

Þorvaldur Örlygsson er hættur sem þjálfari Fram í Pepsi-deild karla. Hann fór fram á við stjórn knattspyrnudeildar félagsins að verða leystur undan störfum.

Þetta kom fram á heimasíðu Fram nú í kvöld. Stjórnin varð við ósk Þorvaldar, sem tók við Fram árið 2007, og þegar er búið að undirrita samkomulag um starfslok.

Fram er í áttunda sæti Pepsi-deildar karla með fimm stig eftir fimm leiki. Síðasta verk Þorvaldar var að stýra Fram til sigurs gegn Val í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla.

Framarar hafa í huga að tilkynna ráðningu eftirmanns Þorvaldar á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×