Íslenski boltinn

Æfing landsliðsins færð inn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason á æfingu landsliðsins í Víkinni í gær.
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason á æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. Mynd/Daníel

Ekkert verður af æfingu íslenska karlalandsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Rok og rigning gerir það að verkum að æfingin fer fram í knatthúsinu Kórnum í Kópavogi.

Fjölmiðlamenn áttu stefnumót með leikmönnum landsliðsins klukkan 11.05 í morgun en æfing átti að hefjast á Laugardalsvelli klukkan 11.30. Vegna veðurs hafa allir verið boðaðir í Kórinn.

Veðurspá bendir til þess að það verði rok og rigning á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli. Þá á vind þó að hafa lægt aðeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×