Enski boltinn

Þjáist af öfgafullri heimþrá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jesus Navas
Jesus Navas Mynd / Getty Images

Jesus Navas, leikmaður Sevilla, gengur í raðir Manchester City á næstu sólahringum og mun enska liðið greiða um 23 milljónir punda fyrir þennan magnaða vængmann.

Mikil heimþrá hefur plagað Navas í gegnum árin og hefur leikmaðurinn átt erfitt með að fóta sig á öðrum stöðum.

Leikmaðurinn hefur þurft að glíma við króníska heimþrá allan sinn ferill og oft á tíðum hafa keppnisferðalög reynst honum erfið.

Navas er frá borginni Los Palacios y Villafranca sem er staðsett rétt fyrir utan Sevilla. Þegar Navas var töluvert yngri þurfti hann að verðast í um klukkustund frá Sevilla með unglingaliði félagsins.

Það gekk ekki betur en svo að faðir hans og bróðir þurftu að sækja hann fljótlega til að koma honum aftur heim.

Þessi 27 ára leikmaður virðist nú hafa sigrast af þessari öfgafullri heimþrá enda er Spánverjinn á leiðinni til Englands að leika fyrir Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×