Enski boltinn

Fernandinho fórnaði 750 milljónum króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fernandinho með City-treyjuna á Etihad.
Fernandinho með City-treyjuna á Etihad. Mynd/Heimasíða Manchester City

Nýjasti liðsmaður Manchester City, Brasilíumaðurinn Fernandinho, sá af fjórum milljónum punda, jafnvirði um 750 milljóna íslenskra króna, til þess að af félagaskiptum sínum frá Shakhtar Donetsk yrði.

Úkraínska félagið vildi fá 42,5 milljónir punda fyrir miðjumanninn 28 ára. Viðræður félaganna leiddu til þess að verðmiðinn lækkaði í 34 milljónir punda. Fernandinho sá svo af fjórum milljónum punda til viðbótar svo lokaverðmiðinn varð 30 milljónir punda.

„Þetta er áskorun, áskorun og tækifæri sem ég hef beðið eftir í langan tíma," sagði Fernandinho við komuna til City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×