Enski boltinn

Kenwright: Okkar leikmenn fara ekki frá félaginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bill Kenwright
Bill Kenwright Mynd. / Getty Images

Bill Kenwright, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Everton, hefur gefið það út í fjölmiðlum að stjörnuleikmenn liðsins Marouane Fellaini og Leighton Baines verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili.

Belginn Marouane Fellaini hefur verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu, en ef nægilega stórt tilboð berst í leikmanninn hefur hann ákveðna klásúlu í sínum samningi við félagið að hann getur yfirgefið Everton. Kenwright hefur aftur á móti ekki áhyggjur af því.

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessum strákum,“ sagði Kenwright.

„Þeir hafa báðir gefið það sterklega í skyn að þeim líður vel hjá okkur og ætla sér að vera áfram.“

Roberto Martinez var á dögunum ráðinn stjóri liðsins eftir að David Moyes, fráfarandi knattspyrnustjóri Everton, tók við Manchester United.

„Okkur sárlega vantar nýja fjárfesta að liðinu. Martinez þarf samt sem áður ekki að selja leikmenn frá klúbbnum og vonandi fær hann þann fjárhagslega stuðning sem hann þarf á að halda til að ná árangri með liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×