Enski boltinn

Moyes að ganga frá fyrstu kaupunum

Stefán Árni Pálsson skrifar

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er farinn af stað á leikmannamarkaðnum eftir að hann tók við liðinu í maí.

Hinn 19 ára Guillermo Varela mun ganga til liðs við þá rauðu um helgina eftir að leikmaðurinn stenst læknisskoðun.

Varela kom til reynslu til United á síðustu leiktíð en núna er kominn tíma til að ganga frá kaupunum.

Manchester United mun greiða um 2,5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Ég mun fara í læknisskoðun á föstudaginn eða um helgina og í framhaldinu af því skrifa ég undir samning við liðið. Ég mun þurfa læra ensku, svo eitt er víst,“ sagði Varela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×