Fótbolti

Albanía og Noregur skildu jöfn í H-riðli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik Liechtenstein og Slóvakíu í kvöld
Úr leik Liechtenstein og Slóvakíu í kvöld Mynd / AFP

Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld og mikil spenna í nokkrum leikjum.

Albanir tóku á móti Norðmönnum í H-riðli en við Íslendingar erum einnig í þeim riðli. Albanía gerði 1-1 jafntefli við Noregur en Tom Høgli jafnaði metin fyrir Norðmenn á lokamínútum leiksins.

Liechtenstein og Slóvakía gerði 1-1 jafntefli í G-riðli en Slóvakar eru í þriðja sæti riðilsins með níu stig.

Liechtenstein er í neðsta sætinu með 2 stig. Úkraína rústaði Svartfjallalandi 4-0 á útivelli en liðið þriðja sæti riðilsins með 11 stig, einu stigi á eftir Englendingum sem hafa 12.

Svartfellingar eru í efsta sæti riðilsins með 14 stig, því óvænt úrslit. Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins.

Skotar unnu frábæran útisigur á Króatíu en Robert Snodgrass gerði eina mark leiksins.

Úrslit kvöldins:


Liechtenstein – Slovakia 1-1

1-0 Martin Büchel (13.), 1-1 Ján Ďurica (73.)

Moldóva – Pólland 1-1

0-1 Jakub Błaszczykowski (7.), 1-1 Eugen Sidorenco (37.)

Króatía – Skotland 0-1

0-1 Robert Snodgrass (26.)

Albanía – Noregur 1-1

1-0 Valdet Rama (41.), 1-1 Tom Høgli (87.)

Svartfjallaland – Úkraína 0-4

0-1 Denys Garmash (52.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (77.), 0-3 Artem Fedetskiy (85.), 0-4 Roman Bezus (93.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×