Enski boltinn

Wenger á eftir Higuain

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gonzalo Higuain í leik með Real Madrid.
Gonzalo Higuain í leik með Real Madrid. Mynd. / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er vongóður um að klófesta Gonzalo Higuain frá Real Madrid fyrir 20 milljónir punda.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur sagt við leikmanninn að hann megi fara frá félaginu og að ekki sé lengur þörf á hans þjónustu.

Wenger á að hafa hitt Higuain ásamt föður hans, sem er einnig umboðsmaður leikmannsins, um mögulegan leikmannasamning og spurning hvort Wenger nái að styrkja framlínu félagsins.

Stjórinn er einnig á höttunum á eftir Wayne Rooney hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×