Enski boltinn

Reina segist skilja Suarez

Suarez fagnar.
Suarez fagnar.

Hinn spænski markvörður Liverpool, Pepe Reina, segist skilja af hverju félagi sinn, Luis Suarez, vilji fara frá Liverpool. Reina vill þó alls ekki missa hann.

Suarez lýsti því yfir á dögunum að nú væri góður tímapunktur fyrir hann að fara frá Englandi. Kvartað svo mikið yfir fjölmiðlum.

Liverpool hefur aftur á móti engan áhuga á því að selja leikmanninn.

"Ég vil að Luis spili með okkur áfram en ég skil hann að vilja komast til stærra félags. Þegar ég segi stærri þá meina ég félag sem er að spila í Meistaradeildinni og að berjast um titla," sagði Reina.

"Það er erfitt fyrir alla leikmenn að vera ánægður ef þeir fá þá meðferð sem hann hefur fengið. Ég vil sem sagt að hann verði áfram en hefði fullan skilning á því ef hann yfirgæfi félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×