Enski boltinn

Torres spenntur fyrir Mourinho

Torres fagnar síðasta vetur.
Torres fagnar síðasta vetur.

Spánverjinn Fernando Torres er mjög spenntur fyrir því að vinna með Jose Mourinho og er alls ekki að leitast eftir því að komast frá Chelsea.

Enn eitt sumarið er verið að orða Torres við önnur félög en hann er núna búinn að spila með Chelsea í tvö og hálft ár.

Hann á mörg ár eftir af samningi sínum við Chelsea og framherjinn hefur í hyggju að virða þann samning.

"Ég hlakka til að fá að spila undir stjórn Jose. Það breytir því ekki að menn munu skrifa ýmislegt eins og venjulega. Ég skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea og ég vil klára þann samning," sagði Torres.

Torres hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea og verður áhugavert að sjá hvort Mourinho takist að blása nýju lífi í feril framherjans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×