Frjálsíþróttakonan magnaða, Hafdís Sigurðardóttir, heldur áfram að gera það gott en hún hefur verið í gríðarlegu stuði upp á síðkastið.
Hafdís tók þátt í júnímóti UFA á Akureyri og þar hljóp hún 300 metra hlaup sem er nú ekki gert á hverjum degi. Engu að síður náði hún frábærum tíma, 38,59 sekúndur, og sló því met Sunnu Gestsdóttur en það var 38,72 sekúndur.
Hafdís hljóp einnig 60 metra hlaup á Íslandsmetstíma, 7,67 sekúndur, en meðvindur var of mikill til til þess að fá metið skráð.
Hafdís heldur því áfram að taka metin af Sunnu en hún sló Íslandsmet hennar í langstökki á dögunum.
Hafdís heldur áfram að slá met Sunnu
