Enski boltinn

Malouda ekkert sár út í Chelsea

Malouda fagnar í leik með Chelsea.
Malouda fagnar í leik með Chelsea.

Hver man eftir Florent Malouda? Þessi franski knattspyrnumaður er laus allra mála hjá Chelsea en hann var gleymdur enda látinn æfa með unglingaliðinu allan síðasta vetur. Hann spilaði ekki einn leik í vetur.

Félagið vildi losna við hann síðasta sumar en Malouda neitaði að fara. Því var svarað með því að senda hann til þess að æfa með unglingaliðinu.

Malouda er alls ekki sár og segist vera stoltur af afrekum sínum hjá Chelsea.

"Það hefur verið ánægja og heiður að spila fyrir Chelsea síðustu fimm ár. Það var mikil áskorun að spila fyrir Chelsea og það var helsta ástæðan fyrir því að ég fór þangað," skrifaði Malouda á heimasíðu sína.

"Lokaleikur minn var sigurleikur í úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki hægt að fara út á betri hátt. Ég naut allra stundanna hjá Chelsea og reyndi að gera stuðningsmennina stolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×