Fótbolti

Drogba kaupir hlut í gullnámu

Drogba spilar með Galatasaray í dag.
Drogba spilar með Galatasaray í dag.

Framherjinn Didier Drogba er greinilega farinn að horfa til framtíðar enda lítið eftir af knattspyrnuferlinum þar sem kappinn er orðinn 35 ára gamall.

Fílbeinsstrendingurinn stefnir á að taka þátt í uppbyggingu heimalandsins á næstu árum. Það er ein ástæðan fyrir því að hann hefur nú keypt fimm prósent hlut í gullnámu sem er í landinu.

Drogba er þjóðhetja í heimalandinu en hann var aðalmaðurinn er Fílabeinsströndin komst í fyrsta skipti á HM árið 2006.

Framherjinn hefur einnig skipt sér af pólitíkinni í landinu og reynt að miðla málum en mikil átök hafa verið í landinu síðustu tíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×