Enski boltinn

Sonur Mancini látinn fara frá City

Filippo Mancini.
Filippo Mancini.

Man. City er búið að losa sig algjörlega við Mancini-fjölskylduna á einum mánuði. Stjórinn Roberto Mancini var rekinn fyrir mánuði og nú hefur syni hans, Filippo, verið sagt að róa á önnur mið.

Sá er 22 ára gamall og spilaði með varaliði City. Félagið hefur ekki trú á honum lengur rétt eins og pabba hans.

Þetta er í annað sinn sem feðgarnir eru látnir fara frá sama félaginu. Árið 2008 var Roberto rekinn frá Inter og Filippo fylgdi í kjölfarið.

Framtíð Filippo er óráðin en miðað við söguna er ekki ólíklegt að hann fylgi föður sínum til næsta félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×