Enski boltinn

Öruggt hjá Katrínu og félögum

Katrín í leik gegn Arsenal.
Katrín í leik gegn Arsenal.

Katrín Ómarsdóttir og félagar í Liverpool Ladies unnu í dag öruggan sigur, 4-1, á Birmingham City.

Þær komust þar með upp að hlið Bristol Academy á toppnum en bæði lið eru komin með 15 stig eftir sex leiki.

Nicole Rolser skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í dag og þær Lucia Bronze og Fara Williams komust einnig á blað. Kerys Harrop skoraði mark Birmingham í leiknum.

Draumabyrjun hjá Liverpool Ladies sem hefur aðeins tapað einum leik það sem af er leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×