Fótbolti

Eboue sneri sjónvarpsmann í jörðina

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Emmanuel Eboue er sérstakur maður.
Emmanuel Eboue er sérstakur maður. Getty Images

Emmanuel Eboue er afar sérstakur knattspyrnumaður. Hann lék lengi með Arsenal en er nú á mála hjá Galatasarey í Tryklandi. Liðið var Tyrkneskur meistari um helgina og fagnaði Eboue með sínum hætti.

Eboue var tekinn í viðtal af sjónvarpsmanni sjónvarpsstöðvar Galatasarey að leik loknum. Eitthvað virðist samband þeirra vera náið því Eboue tók sjónvarpsmanninn í fangið og hélt á honum þar til að Eboue lagði hann í jörðina þar sem viðtalið hélt áfram.

Þetta er ekki í fyrsta sinn Eboue tekur létt sprell á fjölmiðlamann eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×