Fótbolti

Arnar og félagar áfram í efstu deild

Arnar í leik með Cercle.
Arnar í leik með Cercle.

Arnar Þór Viðarsson og félagar í belgíska liðinu Cercle Brugge tryggðu í kvöld sæti sitt í belgísku úrvalsdeildinni.

Liðið tapaði þá reyndar, 2-1, gegn B-deildarliðinu Moeskroen en fjögurra liða umspil er um sætið í efstu deild.

Brugge hefur unnið það þrátt fyrir tapið. Arnar lék allan leikinn fyrir Brugge í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×