Enski boltinn

Liverpool á eftir vængmanni frá Gana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Atsu í leik með Gana.
Christian Atsu í leik með Gana. Mynd/Nordic Photos/Getty

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er með 21 árs örfættan vængmann frá Gana í sigtinu en Sky Sports segir frá í dag að Liverpool hafi gert Porto tilboð í leikmanninn.

Everton og Arsenal eru einnig sögð hafa áhuga á Christian Atsu Twasam sem er fæddur 10. janúar 1992. Hann er 172 sentímetrar og hefur spilað með Porto frá 2011.

Atsu var lánaður til Rio Ave í fyrra en var með 1 mark og 1 stoðsendingu í 17 leikjum með Porto á þessu tímabili.

Christian Atsu á að baki 13 landsleiki fyrir Gana og hefur skorað þrjú mörk í þeim. Hann var í liðinu í Afríkukeppninni 2012 þar sem Gana endaði í 4. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×