Enski boltinn

Laudrup: Vill vera áfram ef eigendur standa við sitt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laudrup
Laudrup Mynd. / getty images

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea,  hefur áhuga á því að vera áfram við stjórnvölinn hjá Swansea en Daninn hefur verið orðaður við fjöldann allan af félögum undanfarið.

Laudrup vill aftur á móti að liðið fái liðsstyrk og að eigendur félagsins standi við stóru orðin.

Swansea varð enskur deildarbikarmeistari í febrúar og vann því sinn fyrsta stóra titil í sögu félagsins.

„Ég hef áhuga á því að vera áfram hjá liðinu þar sem forráðamenn félagsins hafa tilkynnt mér að þeir ætli að styrkja liðið.“

„Ég vill endilega vera áfram fyrir leikmennina og stuðningsmennina, það væri erfitt að yfirgefa liðið eftir aðeins eitt ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×