Skatturinn á eftir íþróttafélögum landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2013 12:30 Úr viðureign Þróttar og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Anton Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta.
Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira