Skatturinn á eftir íþróttafélögum landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2013 12:30 Úr viðureign Þróttar og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Anton Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta.
Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira