Enski boltinn

Segja Iago Aspas hafa samið við Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Iago Aspas í leik með Celta Vigo.
Iago Aspas í leik með Celta Vigo. Nordicphotos/Getty

Spænska dagblaðið Marca fullyrðir að Liverpool hafi samið við spænska sóknarmanninn Iago Aspas hjá Celta Vigo. Ekki verði þó greint frá félagaskiptunum fyrr en í næstu viku.

Kaupverðið á sóknarmanninum er sagt vera 9,5 milljónir evra eða sem nemur um 1,5 milljarði íslenskra króna. Hann er með klausu í samningi sínum um að hann megi fara berist tíu milljóna evra boð í hann. Falli liðið um deild lækkar upphæðin í sjö milljónir evra.

Spænska úrvalsdeildin í knattspyrnu er enn í gangi en síðast umferðin fer fram á laugardaginn. Celta Vigo á í harðri fallbaráttu og gæti fallið þótt liðinu tækist að leggja Espanyol í lokaumferðinni. Liðið vann lífsnauðsynlegan sigur á Real Valladolid í næstsíðustu umferðinni og var Aspas á skotskónum.

Aspas hefur skorað 12 mörk í 33 deildarleikjum með Celta Vigo í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×