Íslenski boltinn

Ég er búinn að semja við Messi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sló á létta strengi að loknum úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn laugardag.

Leikurinn fór fram á Wembley-leikvanginum í London og var franski knattspyrnustjórinn meðal áhorfenda. Að leik loknum gaf Wenger sér tíma til þess að ræða við stuðningsmenn fyrir utan leikvanginn.

Wenger sat í bíl sínum og ræddi við vegfarendur. Einn þeirra spurði Frakkann hvort hann ætlaði sér að fá Lionel Messi til liðsins. Frakkinn svaraði að bragði:

„Já, ég er þegar búinn að semja við Messi."

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×