Fótbolti

Ajax gerir ráð fyrir því að selja Eriksen

Eriksen i leik með Ajax.
Eriksen i leik með Ajax.
Hollenska liðið Ajax virðist vera undir það búið að missa Danann magnaða, Christian Eriksen, frá sér í sumar. Þjálfari liðsins, Frank de Boer, býst við tilboðum frá stórum liðum í sumar.

Á meðal þeirra liða sem hafa verið orðuð við Eriksen eru Liverpool, Tottenham og Dortmund.

"Önnur félög vita ekki mikið um fótbolta ef það koma ekki tilboð í Christian í sumar," sagði De Boer en hvað með Dortmund?

"Ég vil ekki segja hvort Jurgen Klopp (þjálfari Dortmund) hefur hringt í mig en þýska úrvalsdeildin myndi henta stráknum mjög vel."

Hinn 21 árs gamli Eriksen hefur skorað 10 mörk í 32 leikjum fyrir félagið í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×