Fótbolti

PSG býður Beckham nýjan samning

Forráðamenn franska liðsins PSG eru hæstánægðir með David Beckham og hafa boðið honum nýjan eins árs samning.

Beckham gekk í raðir PSG í upphafi ársins en hann kom til félagsins frá LA Galaxy. Beckham hefur spilað 10 leiki fyrir liðið og staðið sig vel.

"Hann er leiðtogi í búningsklefanum og það eru forréttindi að hafa hann í okkar röðum," sagði Leonardo, íþróttastjóri félagsins.

"Við viljum hafa hann áfram en það er undir honum komið hvort hann vilji framlengja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×